Frá eldfjallinu / dyngjunni Skjaldbreið eru aðeins um tuttugu kílómetrar til Þingvalla í suður, og rúmir 15 að Laugarvatni. Á síðustu dögum hefur verið mikil jarðskjálftahrina í eldfjallinu, en á síðustu 30 dögum hafa verið um 800 skjálftar í og við fjallið. Sami fjöldi og hefur mælst samtals á síðustu 15 árum. En þegar dyngjan, fjallið varð til í löngu gosi fyrir 9000 árum, myndaði gosið þá umgjörð sem við þekkjum á Þingvöllum í dag. Hraunið á Þingvöllum kom sem sagt úr Skjaldbreið. Er Ísland að fara í nýtt eldgosatímabil, engin veit. En dyngjugos, eins og þegar Skjaldbreið var til eru fágæt, og standa í langan tíma, því hraunið sem myndar þetta rúmlega þúsund metra háa fjall, varði í tæp eitt hundrað ár.
Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Skjaldbreið 05/09/2023 : A7R IV, RX1R II : FE 2.8/90mm, 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM