Elsta hús Reykjavíkur

 

Elsta hús Reykjavíkur

Aðalstræti 10 við Ingólfstorg (sjá grein 5 ágúst) er elsta hús Reykjavíkur reist árið 1762 af Skúla Magnússyni (1711-1794) fyrsta íslendingnum sem varð landfógeti á íslandi. Hann hefur verið nefndur faðir Reykjavíkur. Húsið var hluti af Inréttingum Skúla, átta byggingum sem voru fyrsti vísir að iðnaði og verslun á Íslandi. Þegar það var reist var í Reykjavík aðeins vísir að þorpi og íslenskt samfélag byggði enn fyrst og fremst á sjálfsþurftarbúskap í dreifbýli. 140 árum síðar var Reykjavík orðin að höfuðstað landsins, á hraðri leið inn í nútímann. Nú er þetta fallega og merka hús orðið hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur og þar er hægt að kynnast sögu borgarinnar og íbúa hennar. Í húsinu hafa búið biskup Íslands, landlæknir, rektor Lærða skólans, en árið 1926 keyptu kaupmennirnir Silli og Valdi og ráku þar fyrstu nútíma matvöruverslun landsins í yfir hálfa öld. Reykjavíkurborg kaupir húsið um síðustu aldamót, og færði það í upprunalegt horf. Frá Aðalstræti 10, glittir í Fógetagarðinn, en þar stendur stytta af Skúla Magnússyni eftir listamanninn Guðmund Einarsson frá Miðdal.

Svarta húsið til hægri er Aðalstræti 10, elsta hús Reykjavíkur byggt fyrir 259 árum, árið 1762

Reykjavík 17/08/2021  21:25 : A7RIII 2.8/100mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson