Em_2016_forsidaÞá er fjörið byrjað , stórmótið í knattspyrnu sem menn eru búnir að vera að bíða eftir í þetta líka langan tíma og þá aldrei sem fyrr, er hafið! Þegar við segjum “í þetta langan tíma” er hægt að túlka það á tvo vegu. Annarsvegar að það er loksins orðið að veruleika að Ísland er meðal þátttökuþjóða og hinsvegar að biðin eftir því að mótið byrjaði, þegar það var loksins staðreynd, er að ganga í garð. Í öll þessi skipti sem við höfum gefið út þessar handbækur okkar, hvort sem er fyrir stórmótin í knattspyrnu eða handbolta, þá er eitthvað allt öðruvísi og meira spennandi við þetta mót en áður. Þá er ég að tala um fótboltann, en skýringin er einföld, vegna þess að þegar Ísland er að spila á þessu móti þá er maður ekki lengur bara áhorfandi heldur líka þátttakandi sem stuðningsmaður liðsins og getur lifað sig inn í keppnina allt öðruvísi en áður. Ég sé það alveg fyrir mér að það er ekki bara við sem höfum svo mikinn áhuga á þessum stórmótum eða knattspyrnu yfirleitt, sem verða með í allri stemningunni. Nei, það verða hér um bil allir landsmenn sem taka þátt í fjörinu og þá sérstaklega þegar Ísland spilar. Það getur varla nokkur maður látið sig ósnortinn af þessu. 

Eirikur Einarsson ritstjóri

Skoða EM 2016 Handbókina hér

Eiríkur Einarsson ritstjóri

 Skoða EM 2016 Handbókina hér