Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga.

Erró, Thomas Pausz og Curver Thoroddsen

Opnun myndlistarsýningar, hljóðverk og hljóðklippismiðja
– Erró, Thomas Pausz og Curver Thoroddsen
Laugardag 18. febrúar kl. 14.00 í Hafnarhúsi

Ný sýning á verkum Errós, Því meira, því fegurra, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Einnig verður opnað endurbætt rými á jarðhæð hússins, Stofa, þar sem gestum og gangandi er boðið að tylla sér við hverskyns iðju. Thomas Pausz hönnuður á veg og vanda af endurbótunum.

Við opnunina flytur listamaðurinn Curver Thoroddsen hljóðverkið Erró: Hljóðvíðátta og skömmu síðar leiðir hann hljóðklippismiðju í Stofunni. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna kl. 16.00.

Á sýningunni Því meira, því fegurra er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Sýningarstjóri er Danielle Kvaran.

Erró er fæddur í Ólafsvík árið 1932. Hann lærði myndlist í Handíða- og myndlistaskólanum og tvítugur innritaðist hann í listaakademíuna í Ósló í Noregi. Tveimur árum síðar hélt hann til Ítalíu, stundað nám við listaakademíuna í Flórens og einnig í Ravenna. Erró fluttist til Parísar í Frakklandi árið 1958.

Árið 1989 gaf Erró Reykjavíkurborg stórt safn verka sinna, um 2000 talsins. Safnið hefur vaxið jafnt og þétt og telur nú um 4.000 listaverk. Með sýningum á verkum Errós í Hafnarhúsinu er leitast við að gefa sem besta mynd af fjölbreyttum áherslum í verkum listamannsins.

Odelscape, 1982-1983, olíualkýð á striga.

Yfirstandandi sýningar

Hafnarhús
18.02.2017–01.05.2017
Erró: Því meira,
því fegurra

Hafnarhús
03.02.2017–01.05.2017
Ilmur Stefánsdóttir: Panik

Ásmundarsafn
29.10.2016–01.05.2017
Ásmundur Sveinsson
og Þorvaldur Skúlason:
Augans börn

Hafnarhús
12.01.2017–07.05.2017
Hrina – fjórar hrinur vídeóverka

listasafnreykjavikur.is
artmuseum.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0