Eyjan í höfuðborginni

Örfiri merkir fyrri nafn eyja sem hægt er að ganga út í á fjöru. Þær eru nokkrar á landinu sem bera nafnið Örfirisey, ein eyjan er í Kollafirði, við vestan og norðanverða Reykjavíkurhöfn. Hún hefur verið landföst með landfyllingu við höfuðborgina í heila öld. Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Brim er staðsett á eyjunni. Nær allur eldsneytisinnflutningur til landsins er dælt í land í Örfirisey. Þar eru geymslutankar fyrir olíu/bensín eru staðsettir, en fyrsti tankarnir voru byggðir Örfirisey um 1950. Í Örfirisey er fjöldi annarra fyrirtækja, þarna er til dæmis framleitt súkkulaði, náttúrusmyrsl og til skamms tíma tjöld. Þarna er líka Ljósmyndaskólinn með sína aðstöðu, auk fjölda fyrirtækja sem tengjast ferðaþjónustu en fyrst og fremst  sjávarútvegi, enda er stór hluti Reykjavíkurhafnar á og við eyjuna. Icelandic Times / Land & Saga gekk um eyjuna í rokinu og rigningunni í dag, og naut stemmingarinnar í eyjunni, ef eyju skyldi kalla, sem er svo nálægt miðbæ Reykjavíkur, en samt heimur út af fyrir sig. Reykjavíkurborg eignaðist eyjuna árið 1906.

 

Það er alltaf mikið um að vera í Reykjavíkurhöfn, ekki síst út í Örfirisey

Akurey, skip Brims, fjær má sjá ferðamenn, og lengst í burtu glittir í Hallgrímskirkju

Athafnasvæði Brims, menningarsetrið Marshallhúsið í bakgrunni

Sólarglenna í Örfirisey, Marshallhúsið til vinstri, höfuðstöðvar Brims á miðri mynd

Olíubirgðastöðin í Örfirisey

 

Reykjavík 31/08/2022 : A7RIV, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson