Ferðaævintýri í Grundarfirði

Grundarfjörður er án efa eitt af tilkomumestu sjávarþorpum á landinu. Staðsett í miðri náttúruparadís á norðanverðu Snæfellsnesinu, norðaustur af Helgrindum, með fullan fjörð af fiski og hval, einstakt fuglalíf og fegursta himininn þegar sólin sest á bak við Kirkjufellið. Þar er að stórum hluta sögusvið Eyrbyggju með öllum sínum draugum og breysku manneskjum. Þar er þjóðsögum og öðrum sagnaminningum haldið lifandi á Sögusafninu.

Í þessu yndislega þorpi halda Hótel Framnes og Láki Tours uppi ferðaþjónustunni að miklum hluta og bjóða eiginlega upp á hvað sem hugurinn girnist, sjóstangaveiði, stangveiði, skotveiði, skipulagðar gönguferðir, útsýnissiglingu, hvalaskoðun, jöklaferðir, ísklifur, lengri og skemmri hestaferðir svo eitthvað sé nefnt.

IMG_1916

lobbysikam

acco101

Breiðarfjarðarfléttan: Vegamót, Bjarnarhöfn, Sögumiðstöð GrundarHótel Framnes er nýlegt hótel sem tekið var í notkun í júnílok 1998. Það er byggt upp í gamalli verbúð niður við sjávarsíðuna. Innréttingar hússins eru aðlagaðar stíl þess og er mikið lagt upp úr hlýlegu gamaldags umhverfi. Fyrir sex árum tóku nýir eignendur við hótelinu og hafa nýir eigendur gert töluverðar endurbætur á því. Móttaka og veitingasalur hafa verið færð niður á jarðhæð, auk þess sem móttakan og veitingasalurinn voru stækkuð. Setustofa hefur verið betrumbætt og herbergjum var fjölgað 29. Hótelið rúmar nú 50 gesti. Öll herbergi eru uppbúin, með sér baðherbergi, hárþurrku, sjónvarpi og öllu því sem tilheyrir.

DSC01912Vetrarsiglingar

Framkvæmdastjórinn, Gísli Ólafsson, segir reksturinn ganga vel, til dæmis sé hótelið að mestu fullbókað í allan vetur af útlendingum sem koma í vetrarferðir á Snæfellsnesið til að skoða þau undur sem náttúran þar hefur upp á að bjóða. Og þar kemur Láki Tours inn í myndina.

„Við bjóðum upp á vetrarsiglingar á hefðbundnum eikarfiskibáti,“ segir Gísli, „frá 15. janúar og fram í miðjan apríl. Á þessum tíma koma háhyrningarnir hér inn í fjörðinn til að gæða sér á síldinni sem er í tonnatali hér inni á firðinum og í Kolgrafarfirði hér fyrir austan okkur. Þessu fylgir æði mikið dýralíf og við höfum séð allt að tuttugu erni á lofti úti í Kolgrafarfirði. Það er stórkostlegt að ganga fjörðinn á góðum vetrardögum. Þá eru háhyrningar og höfrungar í sjónum, útselur – heilu vöðurnar í fjörunni svo sjórinn freyðir langar leiðir undan þeim. Á lofti eru sveima ernir, súlugerið tiplar í fjörunni og tófan er að tína upp leifarnar. Enda erum við með hótelið fullt nánast í allan vetur af útlendingum sem eru að koma til að sjá þessa dýrð. Við erum meira að segja búin að fylla gistiheimilið hér í Grundarfirði og mikið af gistirýmum annars staðar á nesinu.“

Siglingarnar taka frá einum og hálfum, upp í þrjá tíma og skaffar Láki Tours farþegum útigalla svo það ætti ekki að fara illa um þá. „Á sumrin erum við með „þrír í einum pakka,“ segir Gísli. Við förum út í eyjar til að skoða fuglalífið; lundann, langvíuna og og fleira, skoðum síðan hvali og endum á því að renna fyrir fisk. Stundum þurfum við að bíða eftir að sjá hvalina sveima í kringum okkur og þá rennum við fyrir fiskinn á meðan – og það fá allir að prófa að veiða. Sumarferðirnar eru alltaf þrír tímar en eins og sumarið hefur verið í ár, þá er það meira að segja eiginlega of stutt; slíkur spegill sem Breiðafjörðurinn hefur verið í allt sumar. “ Gísli segir lágmarksfjölda í siglungu vera fjóra farþega. Veiðarfæri og léttar veitingar er innifalið í verði. Það er nauðsynlegt að bóka ferðina fyrirfram og hægt að panta sérferðir fyrir hópa.

brimrun2Fiskurinn spriklandi ferskur

Þegar í land er komið er síðan ekki úr vegi að bregða sér á Hótel Framnes og gæða sér á gómsætum réttum sem þar eru bornir fram í veitingasalnum. Salurinn tekur 70 manns í sæti og áherslan er að sjálfsögðu á fiskrétti.“ Við gerum aðallega út á fisk“ segir Gísli, „bláskel úr Stykkishólmi, fiskur dagsins er ýmist þorskur, skötuselur eða það sem kemur ferskt upp úr sjónum þann daginn. Við höfum ekki framreitt frosinn fisk í þrjú ár, nema humar. Við erum alltaf með tvo fasta grænmetisrétti á seðlinum og síðan lambafillet og kjúkling fyrir þá sem ekki vilja fiskrétti. Þetta hefur virkað vel, því sextíu prósent af gestum okkar velja sér fisk dagsins. Flestir hinna taka aðra fiskrétti af seðlinum, einkum laxinn.“

Hvað Íslendinga varðar, segir Gísli að nokkuð sé um að þeir komi til dvalar á hótelinu í þrjá til fjóra daga. „Við erum vel staðsett hér á nesinu. Það er góður dagstúr að keyra fyrir nesið. Það er annar góður dagstúr að keyra í austur, skreppa í Stykkishólm og inn í Álftafjörð á slóðir Þórólfs bægifótar úr Eyrbyggju. Og hér í Grundarfirði eru gönguleiðir, fallegur golfvöllur út með firði, skemmtilegt safn og stórbrotin náttúra, með fjöllum, ám og fossum sem liggja í leyni við gönguleiðirnar.“