Krakatindur, norður af Heklu

Fjallmyndarleg fjöll

Fyrir nokkrum árum, var gerð skoðanakönnun meðal íslendinga, hvaða fjall, væri fjall fjallanna, fallegasta fjallið. Herðubreið vann, sem kemur ekki á óvart. Formfagurt fjall sem rís upp úr hálendinu norðan Vatnajökuls. Esjan okkar Reykvíkinga, skoraði líka hátt, eins og Snæfellsjökull og Öræfajökull. Það er urmull fallegra fjalla á Íslandi, eins og Búlandstindur við Djúpavog, Ernir við Ísafjörð/Skutulsfjörð, eða Kaldbakur við Eyjafjörð. Ekki má gleyma Rauðanúpi norður á Melrakkasléttu eða Hornbjargi vestur og norður á Hornströndum, eða Sveinstindi við Langasjó. Þar, á góðum degi er eitt fallegasta útsýni af fjallstoppi á Íslandi.  Hér koma fimm fjöll sem undirritaður hefur miklar mætur á, allt fjöll sem vert er að heimsækja, enda einstök, á sinn hátt. Síðan ein mynd af Herðubreið, drottningu fjallanna. 

Herðubreið, við sólarupprás
Skrauti í Vonarskarði. Fjallið Skrauti 1326 metra hátt
Litli-Kýlingur, að Fjallabaki
Dyrfjöll, austur í Borgarfirði
Skeggi, Lokinhamradal, vestur á fjörðum

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Ísland 23/09/2023 : A7RIV : FE 1.8/20mm G, FE 2.8/100mm GM, FE 1.4/85mm GM, FE 1.2/50mm GM

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0