Gerð Reykjavíkurhafnar (1913-1917)

Gerð Reykjavíkurhafnar á árunum 1913-1917 var dýrasta framkvæmd sem Íslendingar höfðu ráðist í fram að þeim tíma. Danskur verktaki, N. C. Monberg, tók að sér verkið. Stórvirk vinnutæki, sem aldrei höfðu sést áður á Íslandi, voru tekin í notkun. Þar má nefna járnbraut en allt grjót og möl sem þurfti við hafnargerðinni var flutt á vögnum sem eimvagnar drógu. Gríðarlegur gufuknúinn fallhamar á fleka var notaður til að reka niður staura, fyrstu loftborarnir á Íslandi voru notaðir við grjótsprengingar og gufuknúnar vélskóflur og lyftingakranar við malar- og grjótnámið. Einnig var flutt inn gufuknúið dýpkunarskip til að dýpka höfnina. Þetta var sannkölluð tæknibylting á upphafsárum íslenskrar iðnvæðingar.

Haustið 1914, hafnargerð í Reykjavík við Batteríið. Verkamenn hræra saman steypu með skóflum, Eimreið og járnbraut til vinstri. Fjær sést að hafnargarður, þ.e. skjólgarður sem lokar höfninni frá austri, er langt komin, í fyrstu kallað Batteríisgarður en síðar Ingólfsgarður. Ofan á garðinum er járnbraut og lengst til vinstri sést eimreið með dráttarvagna. Maðurinn með derhúfuna vinstra meginn við miðju er sennilega yfirverkfræðingur framkvæmdarinnar, N.P. Kirk. Þarna urðu verkfallsátök milli Dagsbrúnar og danskra verktaka árið 1913 og í kjölfarið var 10 stunda vinnudagur festur í sessi.

Heimildir: Faxaflóahafnir SF og Ljósmyndasafn Reykjavíkur