Flug til Ísland

Að ferðast til Íslands:

Vaxandi fjöldi flugfélaga býður upp á ferðir til Keflavíkur. Fyrir neðan má sjá upplýsingar um hvert flugfélag ásamt tengli á vefsvæði þess.

aaeaaqaaaaaaaamiaaaajgvlytu5y2yylwqwmzytndlmzs04mddllwi0zjjjzwrhyjk4zq
Flugleiðir
Flugleiðir er alþjóðlegt flugfélag  sem býður upp á ferðir til áfangastaða beggja vegna Atlantshafs frá Keflavík. Flugfélagið flýgur frá Íslandi til 27 flugvalla í Evrópu og 16 flugvalla í Norður-Ameríku.
www.icelandair.com
Wow Air
WOW Air er lággjaldaflugfélag sem býður upp á fyrsta flokks þjónustu. WOW, sem stofnað var árið 2011, flýgur til 30 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og helgar sig því að bjóða upp á ódýrustu flugin til og frá Íslandi.
www.wowair.com
Air Greenland
Air Greenland er þjóðarflugfélag Grænlands og býður upp á flug til, frá og innan Grænlands.  Flugfélagið var stofnað árið 1960 og samanstendur floti þess af 35 flugvélum og þyrlum, allt frá stórum Airbus 330-200 flugvélum til smárra AS 350 þyrla. Flugfélagið er í eigu Grænlands og Danmerkur ásamt SAS GROUP.
www.airgreenland.com
Air Iceland
Air Iceland, sem er hluti af Icelandair Group, býður upp á innanlandsflug ásamt alþjóðaflugi til Grænlands og Færeyja. Áfangastaðir á Íslandi eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri, Vopnafjörður, Þórshöfn, Ísafjörður, Grímsey og Egilsstaðir. Air Iceland býður einnig upp á dagsferðir.
www.airiceland.is
Airbaltic
Airbaltic tengir Eystrasaltssvæðið við 60 áfangastaði í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Samveldi sjálfstæðra ríkja (CIS). Flugfélagið, sem var stofnað árið 1995, hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir frábæra þjónustu og stundvísi.
www.airbaltic.com
Air Berlin
Air Berlin, næststærsta flugfélag Þýskalands, flýgur víðsvegar um heiminn, þ.á.m. til áfangastaða í Evrópu, Norður-Afríku, Suðaustur-Asíu, Karabíska hafinu og Norður- og Suður-Ameríku. Flugfélagið einbeitir sér að þjónustu við stórar þýskar og evrópskar borgir og flýgur til samtals 23 þýskra borga.
www.airberlin.com
Austrian
Austrian Airlines er aðalflugfélag Austurríkis með höfuðstöðvar í Vín. Flugfélagið býður upp á flug til fleiri en 130 áfangastaða. Heimaflugvöllur þess er alþjóðaflugvöllurinn í Vín og er félagið meðlimur í Star Alliance.
www.austrian.com
British Airways
British Airways er  aðalflugfélag Bretlands og stærsta flugfélag ríkisins miðað við flugvélaflota. Flugfélagið er staðsett í Waterside nálægt Heathrow-flugvelli sem er heimaflugvöllur þess. British Airways flýgur til fleiri en 160 áfangastaða og eru sex þeirra innanlands. Það er eitt af fáum flugfélögum sem flýgur til allra af þeim sex heimsálfum þar sem er varanleg byggð.
www.britishairways.com
Czech Airlines
Czech Airlines er þjóðarflugfélag Tékklands og eru höfuðstöðvar þess á Václav Havel-flugvellinum í Ruzyně, Prag. Flugfélagið flýgur nú til rúmlega 80 áfangastaða í 45 löndum, þ.á.m. til Amsterdam, Barcelona, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Madrid, Milan, Parísar, London og Róm.
www.czechairlines.com
Delta
Bandaríska flugfélagið Delta býður upp á innanlandsflug og alþjóðaflug til allra heimsálfa nema Suðurskautslandsins. Delta og dótturfélög þess bjóða upp á meira en 4.000 flug hvern dag og er flugfélagið það elsta sem enn er rekið í Bandaríkjunum og stærsta flugfélag heims miðað við flugvélaflota.
www.delta.com
EasyJet
Breska flugfélagið EasyJet flytur fleiri farþega en nokkurt annað flugfélag á Bretlandseyjum og býður upp á innanlands- og alþjóðaflug milli 118 flugvalla í Evrópu, Norður-Afríku og Vestur-Asíu. Flugfélagið er með starfsstöðvar á 19 flugvöllum um alla Evrópu og er sá mikilvægasti í Gatwick. Um er að ræða næststærsta lággjaldaflugfélag Evrópu á eftir Ryanair.
www.easyjet.com
Edelweiss Air
Edelweiss Air er svissneskt flugfélag  í eigu Swiss International Air Lines og Lufthansa Group. Frá heimaflugvelli þess í Zurich býður félagið upp á ferðir til Evrópu og annarra heimsálfa. Edelweiss Air var stofnað árið 1995 og flýgur til fleiri en 50 áfangastaða.
www.flyedelweiss.com
Evelop
Evelop Airlines, þekkt sem evelop!, er spánskt flugfélag með höfuðstöðvar á Palma de Mallorca-flugvellinum. Flugfélagið flýgur frá Spáni fyrir ferðaþjónustuaðila. Það er í eigu Barceló Viajes og er dótturfélag Orbest, flugfélags sem keypt var af Barceló Group árið 2013.
www.evelop.com
Germania
Germania er þýskt flugfélag í einkaeigu með höfuðstöðvar í Berlín. Flugfélagið býður upp á ferðir til áfangastaða í Evrópu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum frá fjölmörgum flugvöllum í Þýskalandi. Germania flytur fleiri en 2,5 milljón farþega á hverju ári.
www.flygermania.com
Germanwings
Germanwings er þýskt lággjaldaflugfélag í eigu Lufthansa. Helstu flugvellir þess í Þýskalandi eru Köln-Bonn-flugvöllurinn, Stuttgart-flugvöllur og Schönefeld-flugvöllurinn í Berlín. Germanwings flýgur til fleiri en 85 áfangastaða.
www.germanwings.com
Iberia Express
Iberia Express, spánskt lággjaldaflugfélag í eigu Iberia, býður upp á ferðir frá heimaflugvelli móðurfélagsins í Madrid. Flugfélagið hóf rekstur árið 2012 og flýgur til evrópskra áfangastaða, þ.á.m. til Íslands, Frakklands, Danmerkur, Ítalíu og Noregs.
www.iberiaexpress.com
Lufthansa
Lufthansa er aðalflugfélag Þýskalands og stærsta flugfélag Evrópu miðað við farþegafjölda. Flugfélagið býður upp á ferðir til 18 áfangastaða í Þýskalandi og fleiri en 200 staða í 78 löndum um alla Evrópu, Asíu, Afríku og Norður- og Suður-Ameríku. Með fleiri en 700 flugvélar er Lufthansa með næststærsta flota farþegaflugvéla í heiminum.
www.lufthansa.com
Luxair
Luxair, sem er aðalflugfélag Luxembourg, er með höfuðstöðvar sínar og heimaflugvöll á Luxembourg Findel-flugvellinum í Sandweiler. Félagið er með áætlunarflug til staða í Evrópu, Norður-Afríku, Miðjarðarhafslöndunum og Mið-Austurlöndum, til viðbótar við leiguflug og árstíðabundið flug. Um er að ræða eina farþegaflugfélag Luxembourg.
www.luxair.lu
Niki
Austurríska lággjaldaflugfélagið Niki er dótturfélag Air Berlin. Höfuðstöðvar félagsins eru á alþjóðaflugvellinum í Vín og býður það upp á flug til evrópskra borga og sumarleyfisstaða, þ.á.m. til Íslands, Danmerkur, Frakklands, Grikklands og Spánar.
www.flyniki.com
Norwegian
Lággjaldaflugfélagið Norwegian er næststærsta flugfélag Skandinavíu. Það býður upp á flug innan Skandinavíu og til viðskiptaborga á borð við London, ásamt flugi til annarra alþjóðlegra áfangastaða. Flugfélagið er með starfsstöðvar í Kaupmannahöfn, á Gardermoen í Osló, Arlanda í Stokkhólmi, Vantaa í Helsinki, Bergen, Þrándheimi, Stavanger og Sandefjord.
www.norwegian.com
Primera Air
Danska flugfélagið Primera Air er með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Það var upphaflega stofnað á Íslandi og býður í dag upp á flug frá Skandinavíu til fleiri en 70 áfangastaða í Evrópu, Miðjarðarhafinu, Asíu og Karabíska hafinu. Árið 2009 stofnaði Primera Air dótturfélagið Primera Air Scandinavia.
www.primeraair.com
SAS
Scandinavian Airlines (SAS) er aðalflugfélag Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, ásamt því að vera stærsta flugfélag Skandinavíu. Félagið býður upp á flug til rúmlega 90 áfangastaða. Kastrup er aðalflugvöllur SAS fyrir flug innan Evrópu og til annarra heimsálfa. Heldur smærri flugvellir sem félagið notar eru Gardermoen í Osló og Arlanda í Stokkhólmi.
www.flysas.com
SunExpress
SunExpress er tyrkneskt flugfélag með höfuðstöðvar í Antalya. Flugfélagið býður upp á áætlunar- og leiguflug til ýmissa áfangastaða í Evrópu, Asíu og Norður-Afríku, þ.á.m. til Íslands, Þýskalands, Danmerkur, Belgíu og Marokkó.
www.sunexpress.com
Transavia
Transavia.com er hollenskt lággjaldaflugfélag sem er sjálfstæður hluti af Air France-KLM hópnum. Heimaflugvöllur þess er Schiphol-flugvöllurinn í Amsterdam en aðrir flugvellir sem félagið notar eru Rotterdam Haag-flugvöllurinn (RTM) og Eindhoven-flugvöllur (EIN).
www.transavia.com
Vueling
Vueling Airlines er spánskt flugfélag með höfuðstöðvar í Barcelona. Nafn þess er dregið af spánska orðinu „Vuelo“ sem þýðir flug. Vueling er næststærsta flugfélag Spánar og flýgur það til rúmlega 100 áfangastaða í Evrópu, Afríku og Asíu.
www.vueling.com
Wizz Air
Wizz Air er ungverskt lággjaldaflugfélag sem staðsett er í Búdapest. Flugfélagið býður upp á flug til borga í Evrópu, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Meðal áfangastaða eru Ísland, Danmörk, Frakkland, Búlgaría og Noregur. Wizz Air flýgur til 35 landa og er með stærsta flota allra ungverskra flugfélaga þó ekki sé um að ræða aðalflugfélag landsins.
www.wizzair.com

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0