Fósturlandsins Freyja

Í mars 2021 tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að ráðist yrði í kaup á varðskipi fyrir Landhelgisgæslu Íslands sem kæmi í stað varðskipsins Týs sem var orðin hálfrar aldar gamall. Átta mánuðum síðar, laugardaginn 6 nóvember kom skipið, sem fékk nafnið Freyja til heimahafnar á Siglufirði, eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Landhelgisgæslan hefur þá á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. Það var Forseti Íslands, og dómsmálaráðherra sem tóku á móti Freyju á Siglufirði. Freyja er gyðja ástar og frjósemi í norrænni goðafræði, og er fyrsta skip gæslunnar sem ber kvenmannsnafn.

Freyja nýtt skip Landhelgisgæslunnar í fyrsta skipti í Reykjavíkurhöfn. Glittir í Hörpu, menningar og ráðstefnuhúsið til vinstri. 

Reykjavík 10/11/2021 16:53 – A7C : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson