20. mars 1927, Miðbakki í Reykjavíkkurhöfn. Kaupskipið Brúarfoss kemur til heimahafnar í fyrsta skiptið. Hópur fólks fagnar komu skipsins. Í bakgrunni er Faxagarður í smíðum. (Ljósmyndari: Magnús Ólafsson)

Fyrsta sérsmíðaða frystiskipið

Brúarfoss sem Eimskipafélagið lét smíða 1927, var fyrsta íslenska sérsmíðaða frystiskipið og var því mögulegt að flytja landbúnaðarvörur kældar og frystar til útlanda. Það sigldi óslitið milli Íslands og útlanda til 1957 þegar það var selt. Á stríðsárunum bjargaði áhöfn skipsins 78 breskum sjómönnum. Mikið fjölmenni var ávallt við Reykjavíkurhöfn þegar skipið kom að bryggju.

Heimildir: Faxaflóahafnir SF og Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0