Gamla kaupfélagið

Fyrir sælkera á öllum aldri

Veitingastaðurinn Gamla kaupfélagið er til húsa í gamla Barbró eins og sérstaklega eldri íbúar Akraness hafa kallað húsnæðið. Veitingastaðurinn er mitt í gamla bænum og í göngufjarlægð frá helstu gististöðum bæjarins. Stórir gluggarnir sem snúa út að götunni gefa gestum færi á að virða fyrir sér mannlífið í bænum.
gamla kaupfelagidStaðurinn er bjartur og hlýlegur og leggja starfsmenn áherslu á að bjóða góða þjónustu. Veitingastaðurinn hefur frá því hann var opnaður verið vinsæll á meðal heimamanna og ferðamanna sem heimsækja bæinn við sjóinn.
IMG_7628Fjölbreyttur matseðillinn ætti að höfða til allra aldurshópa en þar má m.a. finna inverskt salat, mexíkanska rétti svo sem quesadilla og nachos, úrval af ljúffengum kjúklingaréttum, pastarétti og holla og góða fiskrétti í bland við safaríka nautapiparsteik og gómsæta hamborgara. Eldbakaðar pizzur að hætti hússins eru líka á matseðlinum. Humarréttirnir, sem boðið er upp á í Gamla kaupfélaginu, ættu ekki að svíkja neinn.
Tandoori ofn er á staðnum sem býður upp á að matreiðslumennirnir galdri fram ljúffenga rétti sem eiga uppruna sinn að rekja til Indlands. Á staðnum er einmitt lögð áhersla á spennandi nýjungar til að staðurinn höfði enn frekar til gesta hvort sem það eru heimamenn, ferðamenn sem eiga leið um bæinn og vilja fá sér eitthvað í svanginn, sælkera sem vilja smakka eitthvað nýtt og spennandi, fjölskyldur sem fara saman út að borða eða pör sem vilja eiga rómantíska stund yfir góðum mat.
Líflegur bar opnar í húsnæðinu eftir að búið er að loka eldhúsinu og þar skemmta sér saman heimamenn og aðkomufólk.
Tekið er á móti stórum sem smáum hópum í sölum Gamla kaupfélagsins, hvort heldur er í margrétta veislur eða skólahópa sem vilja gæða sér á eldbökuðum pizzum af hlaðborði. Starfsmenn geta þjónað til borðs alla að 170 manns í einu og á staðnum er allt til að gera árshátíðir eða brúðkaup þannig í garð að enginn ætti að gleyma kvöldinu. Starfsfólk vinnur einnig í samstarfi við alla helstu skemmtikrafta landsins en Gamla kaupfélagið er einmitt vel tækjumbúið er varðar hljóð og ljósakerfi.