Gersemar Austurlands

Það eru um 7000 hreindýr á Íslandi, öll fyrir austan, öll frjáls. Þau voru flutt hingað í fjórum hópum á árunum 1771 til 1787. Stofnin heldur sig allur á eystri helmingi landsins, frá Langanesi í norðri að Jökulsárlóni í suðri. Á sumrin halda þau sig að mestu upp á hálendinu, í óbyggðunum norðan Vatnajökuls, mest kringum Snæfell. Hreindýrin koma niður í byggð á veturna, eins og þessi fallegi hópur sem ég mætti í Reyðarfirði.

Íslensku hreindýrin komu öll frá norður Noregi í lok 18 aldar. Með þeim komu Samar, sem áttu að kenna okkur hreindýrabúskap. Það mistókst.  Austurland að Glettingi

 

Reyðarfjörður  24/02/2019 15:57 – A7R III : FE 1.8/135 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson