Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 11% í apríl 2015

Gistinætur á hótelum í apríl voru 174.300 sem er 11% aukning miðað við apríl 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 83% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 16% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkar um 10% milli ára.

Flestar gistinætur á hótelum í apríl voru á höfuðborgarsvæðinu eða 122.800 sem er 5% aukning miðað við apríl 2014. Næst flestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 22.800. Erlendir gestir með flestar gistinætur í apríl voru; Bretar 35.800, Bandaríkjamenn með 22.700, og Þjóðverjar með 13.700 gistinætur.

Á tólf mánaða tímabili maí 2014 til apríl 2015 voru gistinætur á hótelum 2.427.000 sem er fjölgun um 13% miðað við sama tímabil ári fyrr.

 gistin15_4_1

Gistinætur á hótelum
  Apríl   Maí – Apríl     
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
Alls 157.418 174.323 11 2.144.798 2.426.957 13
Höfuðborgarsvæði 116.439 122.814 5 1.467.814 1.624.023 11
Suðurnes 6.480 8.956 38 94.214 118.045 25
Vesturland og Vestfirðir 4.405 5.975 36 88.887 105.787 19
Norðurland 10.505 10.299 -2 162.381 167.242 3
Austurland 2.513 3.478 38 85.416 78.415 -8
Suðurland 17.076 22.801 34 246.086 333.445 35
Íslendingar 32.935 29.532 -10 348.026 333.767 -4
Erlendir gestir 124.483 144.791 16 1.796.772 2.093.190 16

 

54,5% nýting herbergja á hótelum í apríl 2015
Nýting herbergja í apríl var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 71%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting um 56%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.