Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir flytja þekkt verk.

GUNNAR KVARANPerlur í Hafnarborg.
Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir flytja þekkt verk.

Sunnudaginn 12. október kl. 20 verða fyrstu kvöldtónleikar vetrarins í Hafnarborg. Þá munu þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leiða tónleikagesti inn í heillandi heim tónlistarinnar og leika margar þekktar tónlistarperlur. Þau flytja Ave Mariu eftir Bach-Gounod, Svaninn eftir Saint-Saëns, Rondo og Menuett eftir Boccherini, Nótt eftir Árna Thorsteinsson og fleiri lög, sem margir þekkja en þar að auki flytja þau lengri tónverk eftir Robert Schumann og  Francois Couperin.

Gunnar Kvaran sellóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikara hafa starfað saman í meira en 20 ár. Gunnar hefur spilað fjölmarga tónleika í Hafnarborg ásamt Tríói Reykjavíkur en tríóið kom fram á reglulegum kammertónleikum Hafnarborgar í tæplega aldarfjórðung. Saman hafa Selma og Gunnar komið fram á tónleikum víða, bæði hér heima og erlendis, og meðal annars haldið um 200 tónleika fyrir íslensk skólabörn, sem hefur verið mikilvægur þáttur í samstarfi þeirra. Tvær geislaplötur hafa verið gefnar út með samleik þeirra: Elegía árið 1996 og Gunnar og Selma, árið 2004 þar sem þau leika rómantísk verk fyrir selló og píanó. Þau hafa verið virk á íslensku tónleikasviði um árabil bæði sem einleikarar og í kammerhópum ásamt mörgum af ástsælustu flytjendum landsins.

Miðasala er í Hafnarborg. Hægt er að panta miða í síma 585 5790.
Miðaverð kr. 2500, fyrir eldri borgarar og námsmenn kr. 1500.-

Nánari upplýsingar veitir:
Áslaug Friðjónsdóttir, upplýsingafulltrúi, s. 585-5790/6943457