Haustlitir í Vondugili við Landmannalaugar

Hálendið að hausti

Landið breytir um lit. Suðurhálendið við Landmannalaugar er fallegast seinnipartinn í ágúst, enda endir á sumrinu. Nú rúmum hálfum mánuði seinna er komið haust, og getur byrjað að snjóa. Ísland í hnotskurn.

Árstíðirnar eru stuttar á miðhálendinu. Bjart á sumrin, svalt allan ársins hring, nema einstaka daga þegar bæði er bjart lungan úr nóttinni og veður sæmilega hlýtt, þá er þetta svæði paradís á jörð.

Annars er reyndar fallegt að Fjallabaki, næstum alltaf. Sérstaklega þegar umhleypingar í veðrinu búa til glugga sem er svo gaman að gægjast út. Eins og núna í september, þegar sumarið og vetur renna saman, með aðeins örfáa daga af hausti.

Fallegur september morgun við Kýlingavötn
Í Jökulgil við Torfajökul
Ferðamenn á leið að Brennisteinsöldu í Landmannalaugum
Hver við Hrafntinnusker
Undir Bláhnjúk í Landmannalaugum

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Reykjavík 19/09/2023 : RX1RII, A7R IV : FE 2.8/100mm GM, 2.0/35mm Z, FE 24, 1.4/24mm GM

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0