Horft í suður að Húsavík. Skælingur og Nónfjall í bakgrunni.

Hin Húsavíkin

Húsavík er stærsta víkin á Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar Eystri og Loðmundarfjarðar. Þorsteinn Kleggi nam þar land, og segir sagan að Húsvíkingar séu frá honum komnir, áður en byggðin fór í eyði rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Rétt áður, árið 1937 reistu Húsvíkingar fallega litla kirkju í víkinni. Í Húsavík þótti gott að búa fyrr á öldum, með sína fjóra sveitabæi, alla með gott útræði og fjörubeit. En víkin, eins falleg og hún er, þá væri næsta vonlaust að halda uppi nútíma samgöngum þangað. Í dag er það mest gönguhópar sem koma þangað að sumarlagi, að skoða Víknaslóðir, eina mestu perlu í íslenskri nátturu. Margrét ríka, sem átti Húsavík á 16. öld, kallaði Húsavík, víkina ljótu og feitu. Sú nafngift er rangnefni, því Húsavík er falleg, meira að segja mjög, með einstök fjöll sem umlykja þessa  einstöku vík, Húsavík.

Húsavíkurkirkja byggð árið 1937
Horft í suður að Húsavík. Skælingur og Nónfjall í bakgrunni.

Húsavík 09/08/2020  – RX1R II – 2.0/35mm Z

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0