Hólmgöngukonan 

Hólmgöngukonan 

Það er ansi merkilegt að fyrsti íslenski rithöfundurinn sem lifir af ritstörfum sínum, er fædd á Kálfafellsstað árið 1845, kirkjusetri í Suðurveit rétt austan við Jökulsárlón. Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, var fyrsti íslendingurinn að skrifa sögulegar skáldsögur, og fyrsti íslendingurinn að fá Listamannalaun frá Alþingi. Torfhildur flytur 17 ára gömul til Reykjavíkur, til að nema tungumál, hannyrðir og teikningu, og rúmlega tvítug fer hún til Kaupmannahafnar að læra áfram tungumál, og bætir við sig Ensku. Heim komin stundar hún kennslu, og flytur sig um set, norður í land til Skagastrandar, þar sem hún kynnist kaupmanninum Jakobi Hólm. Hann deyr ári síðar og Torfhildur flytur ári seinna 1876 til Nýja-Íslands í Manitobafylki í Kanada, þar sem hún býr næstu 13 árin. Þar birtir hún sínar fyrstu smásögu í tímaritinu Framfara. Eftir að heim er komið sest hún við skriftir, og stofnar og ritstýrir tveimur tímaritum, bókmenntatímaritunu Draupni, og Dvöl. Bækur Torfhildar voru vinsælar hjá þjóðinni, seldust vel, þrátt fyrir að gagnrýnendur væru sparir á lofið. Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, lést úr Spænsku veikinni árið 1918.

Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm á frímerki útgefnu 1979

 

 

Þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Torfhildar birtist löng grein í dagblaðinu Vísi, þar segir meðal annars; ,, Frú Torfhildur var mikil gáfukona, fjölhæf og fjölmenntuð. Hún var viðkvæm í lund, skapstór, en fór vel með. Heiðarleg í öllum háttum, enda þoldi hún ekkert ver en óheiðarleik. Kölluð var Torfhildur fögur kona á sínum ungu árum. Hún var há og velvaxin, hárið mikið og klæddi sig vel, ennið hátt og hvelft, augum dimmblá og djúp, munnurinn fagurlega mótaður, og svipurinn allur túlkaði tign og gjöfgi. ”

Útsýnið frá Reykjavík, yfir Faxaflóann að Snæfellsnesi, eins og í dag, hefur ekkert breyst frá því að Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm kom til náms til Reykjavíkur árið 1862
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm, ung að árum
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/01/2024 –  A7R IV : FE 2.8/100mm GM