Hrafntinnusker

Hrafntinnusker er 1.128 metra hátt fjall á gönguleiðinni Laugavegi. Staðurinn nefnist eftir hrafntinnu, sem finna má á víð og dreif um svæðið.

Af Hrafntinnuskeri er ágætt útsýni í allar áttir í björtu veðri. Í suðri blasa við Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull,
Kaldaklofsfjöll með Háskerðingi, Stóra-Grænafjall og Hattfell. Í suðaustri sést Torfajökull og í suðvestri Tindafjallajökull. Í norður Hofsjökull og Kerlingafjöll, í norð vestri ber mest á Þórisjökli og sést á Geitlandsjökul. Í norðaustur sjást Hágöngur,Bárðarbunga og Tungnafellsjökull. Í vestur Laufafell,Rauðfossafjöll og Hekla.

Ljósmynd: Friðþjófur Helgason

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0