Hrekkjavaka á Hringbraut

Hrekkjavakan er heldur betur að festa sig í sessi á Íslandi. Sala á graskerjum hefur fjórtán faldast í verslunum Krónunnar, á einungis fjórum árum. Salan á búningum er orðin meiri í partý og búningabúðum heldur en á hinum ramm íslenska Öskudegi sem er reyndar alltaf í miðri viku í febrúar. Þegar ljósmyndari Icelandic Times, átti leið um vesturborgina snemma í morgun, tók hann eftir að þó nokkrar fjölskyldur höfðu dundað við það í gærkvöldi að skreyta hýbýli sín og garða. Nokkuð sem sást ekki fyrir fáum árum.

Vestur á Hringbraut blöstu þessar skreytingar við þeim sem áttu leið um Vesturbæinn.

Reykjavík  30/10/2021 08:58 – A7R IV : FE 2.5/40mm G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson