Hrísey á Eyjarfirði

 

Hrísey á Eyjarfirði

Hrísey á miðjum Eyjarfirði er næst stærsta eyjan við Íslandsstrendur 8 km² að stærð og ein fimm eyja sem eru byggð umhverfis landið. Stærsta eyjan við Ísland og sú lang fjölmennasta er Heimaey, stærst Vestmannaeyja. Heimaey er 13.4 km² að stærð og íbúatalan er 4.347. Þriðja stærsta eyjan er Hjörsey í Faxaflóa, byggð lagðist þar af fyrir meira en hálfri öld. Fjórða stærsta eyjan er Grímsey, hún er nyrsta byggða ból á Íslandi. Þar búa um 50 manns. Fimmta stærsta eyjan er Flatey á Skjálfanda, en byggð lagðist af í eyjunni árið 1967. Aðrar eyjar sem eru enn í byggð, eru Vigur í Ísafjarðardjúpi og Flatey í Breiðafirði. Á báðum þessum eyjum búa færri en fimm einstaklingar allt árið. HRÍSEY Á EYJAFIRÐI

Í Hrísey búa um 160 manns. Hér er horft á Hrísey í norðvestur, Ufsaströnd á Tröllaskaga milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í bakgrunni.

Eyjafjörður 28/08/2021 11:32 : A7R IV / FE 1.2/50mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson