Nú stendur yfir sýning í Listasafni Íslands, Safnahúsinu við Hverfisgötu sýningin Baráttan um gullið. Þarna eru myndverk og skartgripir / smíðisgripir eftir myndlistarmennina Finn Jónsson (1892-1993) og Jóhannes Jóhannesson (1921-1998) sem báðir lærðu gullsmíði áður en þeir lögðu myndlistina fyrir sig. Þarna er í fyrsta skipti hægt að sjá 60 skartgripi sem Finnur Jónsson ánafnaði safninu, en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi íslenskra gullsmiða árið 1985. Síðan eru á sýningunni fjölmörg verk eftir starfandi gullsmiði, en félagið er hundrað ára í ár. Nýju verk gullsmiðanna á sýningunni tengja verk sín við fastasýninguna Viðnám, í Safnahúsinu. Vel gert.
Reykjavík 01/05/2024 : A7C R, A7R IV, RX1R II – FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM, 2.0/35mm ZLjósmyndir & texti : Páll Stefánsson