Hvar & hvenær?
Elsta bergið á Reykjanesskaganum er um 500 þúsund ára gamalt við Reykjavík í austasta hluta skagans. Mestur hluti skagans, þar sem nær þrír af hverjum íslendingum búa er mun yngri eða 50 til 100 þúsund ára gamall, og nýjasti hlutinn frá því ár.  Semsagt nýtt land, sem er enn í mótun. Gossaga Reykjanessskagans er vel þekkt, síðustu hundrað þúsund árin. Dyngjugos voru algeng þangað til fyrir um 5000 árum, síðan hafa sprungugos verið einráð á um þúsund ára fresti. Hefur hver goshrina staðið í rúmlega 200 ár Síðasta hrina hófst um miðja tíundu öld, og lauk á seinni hluta þeirrar þrettándu. Nú er hafið nýtt skeið. Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast sprunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður. Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Með mikilli ösku, og alþjóðaflugvöllur Íslands, Keflavíkurflugvöllur er einmitt Reykjanesi, ekki langt frá Eldey, sem varð til í Reykjaneseldum á árunum 1226, eins og Illahraun þar sem Bláa lónið og jarðvarmavirkjunin í Svartsengi eru. En sú eldgosahrina var mjög stór og stóð í þrjátíu ár frá 1210 til 1240. Já hvar og hvenær kemur næsta eldgos upp. Er ný eldgosahrina byrjuð?

Í Krísuvíkurbjargi á sunnanverðum Reykjanesskaga má sjá jarðlög frá fyrri eldgosum

Jarðhiti, eldvirkni í Seltúni, sunnan við Krísuvíkurvatn

Eldey rétt vestan við Keflavíkurflugvöll, myndaðist í neðansjávareldgosi 1226

Ein stærsta súlubyggð í heimi er í Eldey

Krísuvíkurbjarg

Eldur og brennisteinn við Seltún, sem tilheyrir Hafnarfirði

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 04/11/2023 – A7R IV RX1R II : 1.8/135mm GM, FE 1.4/85mm GM. FE 1.4/24mm GM 2.0/35mm Z