Inn & út

Inn & út

Það eru fá lönd sem eru eins háð inn- og útflutningi eins og Ísland. Í lok síðasta árs komu tölur fyrir inn- og útflutning ársins 2020. Fluttar voru út vörur fyrir 620 milljarða ISK, og inn fyrir 771 milljarð. Þrátt fyrir það, kemur meira inn af gjaldeyri til landsins en við eyðum, þökk sé erlendum ferðamönnum. Af 620 milljörðum útflutningi var ál 298 milljarðar og fiskafurðir 270 milljarðar. Stærstu innflutningsflokkarnir voru, hrávara (mest tengt áli)  239 milljarðar, fjárfestingavörur 177 milljarðar, farartæki 124 milljarðar og neysluvörur 112 milljarðar. Stærstu viðskiptalönd í vöruútflutningi voru, Holland, Spánn og Bretland, en um 70% útflutning fór til ríkja ESB. Stærstu viðskiptalönd í vöruinnflutningi árið 2020 voru Þýskaland, Noregur og Kína. Verðmæti innflutnings frá ESB ríkjum nam 58% alls innflutnings. (Heimild : Hagstofa Íslands) 

Nýir bílar, bíða á hafnarbakkanum í Sundahöfn eftir að verða sóttir og seldir. Tölur fyrir bílainnflutning til Íslands árið 2021 þóttu sækja tíðindum. Toyota sem hefur verið mest selda merkið yfir fólksbíla Íslandi í 31 ár samfellt er komið í annað sætið, eftir Kia. Hyundai er í þriðja sæti og Tesla í því fjórða. Ef litið á einstaka gerðir, þá var Toyota RAV4 mest seldi bílinn árið 2021 á Íslandi. 
Verið að skipa út frystum fiski til Rotterdam, í skip Eimskips í Sundahöfn. Esjan í bakgrunni. 

 

Reykjavík 04/01/2022  15:01 & 15:21 –  A7C : FE 200-600mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson