Hrafntinnusker

Jökull & jarðhiti

Jökull & jarðhiti

Hrafntinnusker er einstakur staður á Íslandi. Hrafntinnusker er fyrsti áfangastaðurinn þegar gengið er Laugaveginn vinsælustu hálendisleið landsins frá Landmannalaugum og í Þórsmörk Þangað eru 12 km vel stikaður göngustígur, nokkuð brattur enda er Hrafntinnuskerið hæsti puntur Laugavegsins, í 1.100 metra hæð. Við Hrafntinnusker er skáli Ferðafélags íslands, Höskuldarskáli reistur árið 1977. Fyrir sunnan Hrafntinnusker er næsti skáli við Álftavatn. Það sem gerir Hrafntinnuskerið svo einstakt eru litirnir, hverirnir, jökull og fannir, sem eru þarna enn í miðjum september. Á þessu svæði, við Torfajökul er eitt mesta háhitasvæði landsins. Það er jeppaslóði í Hrafntinnusker, en hann er aðeins fær öflugum fjallajeppum, í örfáar vikur á ári. 

Íshellirinn í Hrafntinnuskeri
Horft yfir Reykjadali við Hrafntinnusker að Tindfjallajökli í suðvestri
Hverasvæði undir Hrafntinnuskeri
Horft niður í hver við íshellinn

Rangárvallasýsla : September 2018/2022 : A7R IV, A7III, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, FE 1.4/85mm GM, 2.0/35mm Z

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson