Jökulsárlón

Jökulsárlón er einstakt, í og við Vatnajökull í Austur-Skaftafellssýslu, hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, á suðausturlandi. Vatnajökull er ekki bara stærsti jökull Íslands og þjóðgarður, heldur stærsti jökull i heimi fyrir sunnan heimskautsbaugana tvo. Í ár var sett met, þrátt fyrir að vera í sex, jafnvel sjö tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni, þá sóttu yfir 140 þúsund ferðamenn lónið heim í hverjum mánuði yfir sumarmánuðina. Enda er svæðið sérstakt, með stysta jökulfljót á landinu, Jökulsá á Breiðarmerkursandi, sem rennur úr Jökulsárlóni nokkur hundruð metra í sjó fram. Fljótið færir síðan fram ísjaka úr Breiðamerkurjökli sem molna á ströndinni beggja vegna fljótsins, meðan selir, loðna og síld synda upp í kyrrt lónið. Jökulsárlónið er dýpsta stöðuvatn landsins, 248 m / 818 ft. djúpt og 25 km2. Jökulsárlónið hefur stækkað um helming á síðustu fimm árum. Jökulsárlón er ungt, það myndast þegar Breiðamerkurjökull  byrjaði að hopa árið 1933, fyrir 90 árum síðan, En þá náði jökulsporðurinn þar sem brúin á Hringvegi 1 er núna, næstum því í sjó fram.

Jökulsárlón

Jökulsárlón og Austur Skaftafellsýsla

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Jökulsárlón  03/09/2023 :A7R : FE 1.4/35mm GM, FE 2.8/100mm GM