Jónsmessunæturganga um Elliðarárdal

Þriðjudagskvöld 23. júní kl. 22:30

Farin verður hin árvissa Jónsmessunæturganga um Elliðarárdal þriðjudaginn 23. júní. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 22:30. Jónsmessunótt tengjast sagnir um yfirnáttúrulegar verur enda talið að þessa nótt væru skil milli heima minni en flestar aðrar nætur. Þekkt er trúin á lækningamátt daggarinnar velti menn sér naktir upp úr henni og vonin um að finna steina með töframætti þessa nótt. Í göngunni verður meðal annars fjallað um borgarþróun og nútímavæðingu en einnig þessar gömlu sagnir og þjóðtrú í gróðursælu umhverfi Elliðarárdalsins.
IMG_9526icelandic times landogsagaGangan er á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur og leiðsögumaður verður Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Tengiliður: Guðbrandur Benediktsson 693-6996
Kær kveðja,

IMG_9528 icelandic times land og sagaGuðrún Helga Stefánsdóttir
Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
S: 411-6343 / 899-6077
[email protected]

Sýningarstaðir Borgarsögusafns eru:
Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti,
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Grófarhúsi,
Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði auk Viðeyjar.