Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Taflfélag Reykjavíkur og Árbæjarsafn hafa staðið fyrir árlegu stórmóti undanfarin ár. Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram í Árbæjarsafni sunnudaginn 12. ágúst og hefst klukkan 14:00. Þátttökugjald í Stórmótinu er 1.650 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri 17 ára og yngri og er þátttökugjald jafnframt aðgangseyrir í safnið. Þeir sem fá ókeypis aðgang í safnið, t.d. eldri borgarar og öryrkjar borga ekkert þátttökugjald. Öllum er frjálst að skrá sig til leiks en verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Taflmótið fer fram í húsi sem nefnist Kornhúsið.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.