Kjaransbraut, fallegasti vegur á Íslandi?

Það er engin vegur á Íslandi eins hrikalegur og Kjaransbraut, 50 km / 30 mi langur, vegur, sem liggur milli Þingeyrar í Dýrafirði og Hrafnseyrar í Arnarfirði. Vegurinn er kenndur við Dýrfirðinginn og ýtustjórann
Elís Kjaran Friðfinnsson, sem lagði hluta vegarins einn og óstuddur sumarið 1973.  Þá kláraði hann hrikalegasta kaflan úr Dýrafirði að Lokinhömrum í minni Arnarfjarðar, opnaði hringveg fyrir skagan, sem er nafnlaus. Vegurinn sem er með vegnúmerið
622, liggur ekki bara í þverhníptum björgum. Að hluta til undir Skútabjörgum í norðanverðum Arnarfirði liggur hann í fjörunni, og þarf að sæta sjávarföllum til að komast leiðar sinnar. Vegurinn er óbrúaður, einbreinn og aðeins fær jeppum og jepplingum, á sumrin og fram á haust.

Ekið í fjörunni undir Skútubjörgum í Arnarfirði. Vegurinn fer alveg á kaf á flóði.

 

Ekki er gott að mæta bíl á einbreiðum veginum í Hjallafjalli í Dýrafirði.

 

Vestur-Ísafjarðarsýsla  14/09/2020 20:49 & 15/09/2020 10:43 – A7R IV : FE 1.8/20mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson