Kröflueldar, níu gos á níu árum

Kröflueldar, norðan Mývatns var hrina níu eldgosa sem áttu sér stað við Kröflu frá því í desember 1975 fram í september 1984. Kröflueldahraunin sem upp komu í þessum gosum þekja 35 km² lands. Þetta svæði frá Leirhnjúk norður um Gjástykki í Kelduhverfi er einstætt frá jarðfræðilegu sjónarmiði á heimsvísu. Í Kröflueldum var í fyrsta sinn í heiminum hægt að fylgjast með gliðnunarhrinu í eldstöðvarkerfi á flekaskylum. Fylgst var með landsigi og -risi, og gliðnun mæld. Ómetanleg vísindasöguleg  verðmæti urðu til í þessari hrinu eldgosa sem við köllum Kröfluelda. Frá bílastæði norðan við jarðvarmavirkjunina í Kröflu er vel merktur stígur að  gígunum og kolsvörtu Kröflueldahrauni.

Við jaðar Kröflueldahrauns í Vítismó, við Kröflu

Krafla 30/08/2021 16:24 : A7R III / FE 1.8/14mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson