Land&Saga – Sumarlandið – 3.tbl. 4.árg. 2010

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

orginal-edit-1Fegurð Íslands er óumdeild og ferðaþjónustan á eftir að blómstra sem aldrei fyrr. Náttúruhamfarir geta auðvitað sett strik í reikninginn og hafa gert það nú þegar. En Íslendingar eru fljótir að ná sér á strik og missa seint móðinn. Efni þessa blaðs sýnir svo ekki verður um villst að ævintýrin gerast á Íslandi, hvort sem er á hálendi eða láglendi. Sveitarfélög út um allt land hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp ferðaþjónustu í héraði, efla  menningarstarfsemi og gera náttúruna þannig úr garði að hægt sé að njóta hennar úr návígi. Við hjá Landi og Sögu höfum markvisst unnið að því að vekja athygli á náttúruperlunni Íslandi og möguleikum fólks til að ferðast og njóta. Þetta er fjórða sumarið sem Land og Saga gefur út blöð á íslensku en einnig hafa verið gefin út ferðablöð á ensku. Næst kemur ferðablað út á íslensku um miðjan júlí og á ensku í byrjun júlí. Blöðin eru gefin út í mjög stóru upplagi, þannig að meiri líkur en minni eru á að þau nái til sem flestra. Það er okkar einlæga von að fólk kunni að meta útgáfu sem þessa og geti nýtt sér upplýsingarnar í blaðinu til skemmtunar og fróðleiks á ferðalögum í sumar. Við höfum orðið þess áskynja að í okkar blöðum uppgötvar fólk ótal möguleika til afþreyingar bæði í ferðum, menningu og listum, möguleika sem það hafði ekki hugmynd um að væru til. Einar Þorsteinsson

Land&Saga – Sumarlandið – 3.tbl. 4.árg. 2010

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá

Lesa PDF á Issuu

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0