Einvígi aldarinnar 1972

Bobby okkar Fischer

Nú í júlí er hálf öld og ári betur síðan einvígi aldarinnar í skák var haldið í Laugardalshöllinni milli þáverandi heimsmeistara í skák Boris Spassky frá Sovétríkjunum og Bandaríkjamannsins Bobby Fischer. Hann var fyrstur þeirra að vinna keppnina, og það í miðju kalda stríðinu. En heimsmeistarakeppnin hófst árið 1866, fyrir tæpum 160 árum. Fyrsti heimsmeistarinn var William Steinitz frá austuríska-ungverska Keisaradæminu, og hélt hann titlinum til 1892 þegar Emanuel Lasker frá öðru keisaradæmi, því þýska vann. Hélt hann titlinum í 27 ár, þangað til Kúbverjinn José Raúl Capablanca y Graupera tók titilinn. Hann var heimsmeistari næstu 7 árin, eða þangað til franski rússinn Alexander Aleksandrovich Alekhine vinnur titil 1927. Það er síðan árið 1972, sem það er ekki Rússi/Sovétmaður sem er heimsmeistari, þegar Bobby vinnur Boris í Laugardalshöllinni, þá aðeins 29 ára gamall. Verðlaunaféð var 150 þúsund dollarar. Til að setja það í samhengi þá fékk Jack Nicklaus, 25 þúsund dollar að vinna í Augusta, opna meistaramótið í golfi sama ár.

Fischer eignaðist marga góða vini á Íslandi meðan á einvíginu stóð og eyddi síðustu árunum hér, sem íslenskur ríkisborgari, en hann, einn mesti snillingur skáksögunnar, var erfiður í lund, sannarlega sérstakt séni. Hann lést árið 2008, aðeins 64 ára gamall. Hann var jarðsettur að eigin ósk í kirkjugarði Laugardælakirkju við Selfoss þann 21. janúar 2008. Icelandic Times / Land & Saga heimsóttu Bobby í sumarblíðunni á Suðurlandi.

Legsteinn Bobby Fischer
Blessuð sé minning hans
Laugardælakirkja, í Flóa, þar sem Bobby er grafinn
Einmanna legsteisteinn Fischers

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Selfoss 25/07/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z