Laufás við Eyjafjörð

Á Laufási, sem stendur við austanverðan Eyjafjörð, 30 km / 18 mi norðan við Akureyri, er eitt fallegasta burstabær landsins, og hluti af húsasafni Þjóðminjasafni Íslands. Elsti hluti torfbæjarins er frá 16. öld, en var endurbyggður af mikilli reisn þegar séra Björn Halldórsson sat Laufás árin 1853 – 1882. Á þeim árum bjuggu milli tuttugu og þrjátíu manns í Laufásbænum, því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð. Í dag er Laufás safn, búið húsmunum frá því um um aldamótin 1900, og hefur Minjasafnið á Akureyri umsjón með gamla bænum og sér um rekstur og þjónustu við þá ferðamenn sem eiga þarna leið um, til að sjá Ísland eins og það var fyrir 150 árum, plús.

Laufás, bærinn og kirkjan. Laufás hefur verið prestsetur síðan um árið þúsund þegar við íslendingar tókum kristni.

Torfbærinn var endurbyggður frá 1853 til 1882

Laufáskirkja var byggð árið 1865, predikunarstóllinn í kirkjunni er frá 1698, og reynitréð það elsta á landinu frá 1855.

 

Suður-Þingeyjarsýsla 27/03/2022 10:35 – 11:27 : A7C – A7R IV  : FE 1.4/24mm GM – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson