Laxáin með þrjú nöfn

Þegar Laxá, stundum kölluð drottning laxveiðiáa á Íslandi, rennur í sjó fram í Skjálfandaflóa hefur hún runnið 58 km / 36 mi langa leið úr Mývatni. Á leiðinni ber þessi næst vatnsmesta lindá landsins þrjú nöfn. Efsti hluti árinnar heitir Laxá í Mývatnssveit. Síðan heitir hún Laxá í Laxárdal, og þegar hún fellur fram og niður í Aðaldalinn við Laxárvirkjun, breytir áin enn um nafn, heitir eftir það Laxá í Aðaldal. Hvergi á Íslandi koma eins margir stórlaxar á land og í þessari gjöfulu lax og urriða á. Veiðitímabilið í ánni er frá 20 júní fram til 20 september.

Æðarfossar eru neðst í Laxá í Aðaldal. Þar er ekki bara fallegt, heldur er þarna mjög gjöfull veiðistaður. Kinnafjöllinn í bakgrunni.

Suður-Þingeyjarsýsla 30/08/2021 10:35 : A7R IV / FE 1.8/14mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson