Leifur var fyrstur vestur

Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú sannað með óyggjandi hætti að norrænir víkingar numu land og bjuggu í L‘Anse Aux Meadows á Nýfundnalandi fyrir nákvæmlega þúsund árum, árið 1021. Fyrstir evrópubúa. Það er 471 ári áður en Kristófer Kólumbus sigldi vestur og „fann“ Ameríku. Frá þessu er greint í rannsóknargrein í vísindaritinu Nature nú í vikunni.  Með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þessum tíma, með norrænum áhöldum, er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal byggðar víkinganna frá Íslandi og Grænlandi vestur í Ameríku. Minjarnar víkinganna í L‘Anse Aux Meadows  eru á Heimsminjaskrá UNESCO.

Leifur heppni Eiríksson eftir Bandaríska myndhöggvarann Alexander Stirling Calder, sem stendur efst á Skólavörðuholtinu. Styttan var gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga á Alþingishátíðinni 1930.

Reykjavík  22/10/2021 08:57 – A7R IV : FE 5.6-6.3/200-600 G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson