Lifandi Reykjavíkurhöfn

 

Lifandi Reykjavíkurhöfn

Íslendingar eru 19 stærsta fiskveiðiþjóð í heimi, númer þrjú í Evrópu á eftir Rússum og Norðmönnum. Miðað við höfðatölu erum við heimsins lang lang næst stærstir, eftir Færeyingu, enda veiðum við rétt yfir milljón tonn af fiski á ári. Skuttogarinn Bergur VE 44, (á myndinni) var smíðaður í Danmörku fyrir 23 árum og kom til Vestmannaeyja frá Noregi fyrir 6 árum. Bergur er 36 metra langur og 569 BT (Brúttótonn) að stærð. Í slippnum í Reykjavík í gær var verið að koma honum í stand. Útgerðarfélagið Vísir í Grindavík var að kaupa togarann frá Vestmannaeyjum, og fær hann afhentan nú um mánaðarmótin. Togararnir sem eru lang stærstu fiskiskipin sem veiða í og frá íslenskri lögsögu, þeir eru nú 46. Önnur fiskiskip eru 649, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Það er svo lifandi að hafa vinnustað eins og Slippinn í Reykjavíkurhöfn inn í miðri borg.

Reykjavík 24/08/2021  15:01 : A7R IV / FE 1.2/50mm GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson