Gunnfríður Jónsdóttir, Á heimleið, 1947. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir.

List í Hljómskálagarðinum

Kvöldganga: List í Hljómskálagarðinum
Fimmtudaginn 21. júlí kl. 20

Ásdís Spanó myndlistarmaður og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt

Ásdís Spanó myndlistarmaður og Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt fara fyrir fræðandi göngu um  Hljómskálagarðinn og skoða þann fjölda útilistaverka sem þar eru. Verkin eiga sér ólíka sögu, eru frá ólíkum tímum og varpa nýju ljósi á Hljómskálagarðinn sem útivistarparadís í miðborginni. Að þessu sinni hefst gangan við Hljómskálann kl. 20.

Á fimmtudagskvöldum í sumar bjóða Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur upp á göngur með leiðsögn um markverða staði í bænum.

Ókeypis þátttaka og allir velkomnir!