Lokinhamrar

Lokinhamrar er eyðijörð í Lokinhamradal yst í norðanverðum Arnarfirði. Beggja vegna dalsins eru há fjöll og sæbrattar hlíðar.

Guðmundur G. Hagalín fæddist og ólst upp á Lokinhömrum og er umhverfi Lokinhamra sögusvið í mörgum ritum hans. Heimildarmyndin Síðasti bóndinn í dalnum frá 2001 fjallar um síðasta ábúanda að Lokinhömrum Sigurjón Jónasson sem brá búi árið 1999 og er honum fylgt eftir um tveggja ára skeið. Vegur kom ekki til Lokinhamra fyrr en árið 1974 og sveitasími var þar í notkun allt til ársins 1989. Áður en vegurinn Kjaransbraut kom frá Dýrafirði voru forvaðar beggja vegna dalsins á leið í kaupstað og varð á vetrum að sæta sjávarföllum til að komast til Stapadals sem er næsti bær innar í Arnarfirði. Um langt skeið voru eingöngu tveir bæir í Lokinhamradal í byggð en það voru Lokinhamrar og Hrafnabjörg.

Ljósmynd: Friðþjófur Helgason

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0