Myndasyrpa frá Vesturlandi

Myndasyrpa frá vesturlandi

Snæfellsjökull er líklega höfuðprýði vesturlands. Nema það sé birtan sem er einstaklega falleg í fjórðungnum síðsumars. Auðvitað átti Icelandic Times / Land & Saga nú leið um Snæfellsnes til að fanga birtuna, stemminguna sem er svo einstaklega falleg á þessum árstíma. Þegar þokan læðist inn að Rifi og tunglið kyssir Grundarfjörð við Breiðafjörð. Svona er bara Ísland… akkúrat núna.

Í Kolgrafarfirði
Grundarfjörður í tunglsljósi
Kirkjufell við Grundarfjörð
Kirkjan á Búðum
Fullkomið í Hnappadal
Eldborg og Snæfellsjökull
Fullkominn Snæfellsjökull
Horft á Rif (3 ljós) við Breiðafjörð í fullkomnri síðsumars næturbirtu 

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson

Reykjavík  11/08/2023 : RX1R II, A7RV : 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM