1955 til 1964, ung stúlka í lopapeysu með hest í taumi. Hesturinn er með reiðtygi, hnakk og beisli. Í þessari töku eru fleiri uppstilltar myndir af hestum með reiðtygjum, einnig myndir frá hestamannamótum. Ekki víst hvort þær séu allar teknar við sama tilfelli.

Nina Zurier

Ef ég hefði verið…
16.01.2015 – 17.01.2016

Föstudaginn 16. október kl. 17 verður opnuð sýning í Sjóminjasafninu í Reykjavík með verkum Ninu Zurier undir heitinu Ef ég hefði verið…

Maí 1965, tvær konur sitja fyrir við Tjörnina í Reykjavík. Myndin birtist á forsíðu Alþýðublaðsins 26. maí 1965 með eftirfarandi texta: „Táningatízkan. Þannig lítur tískan út hjá ungu stúlkunum þessa stundina: hólkvíðar sjóliða buxur og sjóliðahúfa. Þessi klæðnaður hefur vakið athygli í bænum í vor. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af Eygló Þorsteinsdóttur (til vinstri) og Katrínu Theodórsdóttur (til hægri) við tjörnina, þær eru einmitt klæddar þessum nýstárlega búningi.“
Maí 1965, tvær konur sitja fyrir við Tjörnina í Reykjavík. Myndin birtist á forsíðu Alþýðublaðsins 26. maí 1965 með eftirfarandi texta: „Táningatízkan. Þannig lítur tískan út hjá ungu stúlkunum þessa stundina: hólkvíðar sjóliða buxur og sjóliðahúfa. Þessi klæðnaður hefur vakið athygli í bænum í vor. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af Eygló Þorsteinsdóttur (til vinstri) og Katrínu Theodórsdóttur (til hægri) við tjörnina, þær eru einmitt klæddar þessum nýstárlega búningi.“

Verkin segir Nina vera uppdiktaðar sögur af því hvernig líf hennar hefði mögulega geta orðið ef hún hefði alist upp á Íslandi í staðinn fyrir í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Verkin byggja á ljósmyndum úr safneign Ljósmyndasafnsins í Reykjavík sem Nina notar sem grunn að eigin verkum. Nina hefur margsinnis komið til Íslands og eytt miklum tíma í að fara yfir gamlar ljósmyndir frá Íslandi, en auk þess hefur hún lagt sig fram um að læra íslensku. Árangurinn af því má sjá á sýningunni og í nýlegri bók með sama titli sem Crymogea gaf út.

Um sýninguna segir menningarfræðingurinn Sigrún Alba Sigurðardóttir þetta:
„Ljósmyndir eiga raunveruleikanum tilvist sína að þakka. Ljósmyndir sýna okkur óhjákvæmilega veruleikann eins og hann var á ákveðnu augnabliki – en til þess að þetta augnablik fái merkingu þurfum við að finna því stað innan frásagnarinnar. Þegar við notum ímyndunaraflið til að gefa hinu liðna líf verður fortíðin raunveruleg. Hún verður hluti af okkur sjálfum. Þannig sköpum við minningar sem við getum annað hvort deilt með öðrum eða yljað okkur við á dýrmætum stundum. Ljósmyndirnar eru ekki aðeins heimildir um ytri aðstæður, áferð og lögun hluta, sniðið á kápunum og útlit bílanna. Þær eru einnig heimild um brosið, augnaráðið, snertinguna, um allt þetta óáþreifanlega, tilfinningarnar og hugarástandið.

Um 1961-1963, stórt upphleypt Íslandskorti á sjálfstandandi vegg við Bernhöftstorfuna í Reykjavík. Kortið stóð á milli Lækjargötu 3 (Gimli) og Amtmannsstíg 1 sem sést fyrir aftan. Við kortið stendur barn, dóttir ljósmyndara, Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir (Lóa Dís)
Um 1961-1963, stórt upphleypt Íslandskorti á sjálfstandandi vegg við Bernhöftstorfuna í Reykjavík. Kortið stóð á milli Lækjargötu 3 (Gimli) og Amtmannsstíg 1 sem sést fyrir aftan. Við kortið stendur barn, dóttir ljósmyndara, Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir
(Lóa Dís)

Nina Zurier er aðkomumaður í þessum heimi og fær okkur til að horfa á hlutina út frá nýju sjónarhorni. Smáatriðin draga okkur til sín. Veruleiki sem áður var kunnuglegur verður framandi og fær nýja merkingu. Úr raunverulegum minningum hefur Nina skapað tilbúnar minningar sem aftur kveikja raunverulegar minningar hjá áhorfandanum. Á sýningunni er búið að skapa frásögn um líf sem ekki var til en byggir engu að síður á raunverulegum
atburðum, áþreifanlegum hlutum og sönnum tilfinningum. Frásögnin er draumur um það sem ekki var. Einsök tilraun með ímyndunaraflið og raunveruleikann.“

Nánari upplýsingar gefur listakonan sjálf.

NINA ZURIER [email protected]
+ 354 857 9908 eða +510 708 7969