,,Það er svo miklu lengra frá Reykjavík til Kópaskers, en frá Kópaskeri til Reykjavíkur.“ Sagði einn mætur maður á Melrakkasléttunni við mig. ,,Fyrir okkur er lítið mál að skreppa suður til höfuðborgarinnar, en fyrir Reykvíkinga er mjög langt hingað.“ Þetta vandamál á ekki bara við um Íslendinga, en þrír fjórðu þjóðarinnar býr á suðvesturhorninu. Ferðamenn sem koma hingað, sjá og upplifa suður og vesturland, frá Snæfellsnesi í vestri að Jökulsárlóni í austri. Aðrir landshlutar verða útundan. Of langt. Þrátt fyrir að mjög margar perlur Íslands, eru utan þessa svæðis. Það er mjög mikilvægt að ferðamenn, þegar koma yfir 2 milljónir til landsins, að þeir dreifist betur, og sjái Ísland allt. Bæði fyrir þá, að upplifa Ísland betur, og minnka álagið á þeim stöðum sem flestir sækja heim. Því það er fátt fegura en sumarnótt á Melrakkasléttu, eða vetrarkyrrð í Arnarfirði eða norður á Tjörnesi. Og ekki bara fyrir erlenda ferðamenn. Fyrir marga íslendinga er of langt norður á Kópasker til að sjá og upplifa Ísland allt… en norður á Kópasker er bara átta tíma akstur, frá Reykjavík.
Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Ísland 31/10/2023 – A7C, A7R IV, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/35mm GM, FE 1.4/24mm GM