Kolugljúfur

Kolugljúfur

Í Víðidalsá, frábærri laxveiðiá rétt austan við Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu eru Kolugljúfur. Fimmtánhundruð metra löng gljúfur sem voru grafin af tröllskessunni Kolu, sem byggði sér þar bústað. Ágætar gönguleiðir eru meðfram gljúfrinu beggja megin, enda voru þó nokkrir ferðamenn, allt útlendingar að skoða gljúfrið þegar Icelandic Times / Land & Saga átti þarna leið framhjá. Ekki nema 5 km krókur af Hringvegi 1, til að sjá þessa einstöku náttúruperlu. Í nágrenninu eru fleiri merkisstaðir eins og Hvítserkur, Borgarvirki, Heggstaðanes og Arnarvatnsheiðin með öllum sínum óteljandi vötnum.

Kolufossar
Horft niður Kolugljúfur sem eru 1500 metra löng
Ferðamenn að skoða Kolufossa
Eitt af óteljandi vötnum á Arnarvatnsheiðinni, en þar eru upptök Víðidalsár
Annað sjónarhorn á Kolufossa

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Vestur-Húnavatnssýsla 20/08/2023 : A7R IV,A7C, RX1R II : FE 1.2/50mm GM, 2.0/35mm Z, FE 2.8/100mm GM