Annesið Skagi #2 (Austur-Húnvatnssýsla) 

Skagi er annes milli Húnaflóa og Skagafjarðar á norðvesturlandi. Á Skaga eru þó nokkur bóndabýli, eitt þorp, útvegsbærinn Skagaströnd á vestanverðu nesinu, sem tilheyrir Austur-Húnavatnssýslu. Austanvert nesið tilheyrir Skagafjarðarsýslu. Það má segja að á Skaga sé hin lágstemda náttúra Íslands í forgrunni. Sumum finnst nyrðri parturinn, kaldur og hrjóstugur, minna á Melrakkasléttu, annað annes á norðausturhorninu. Öðrum finnst þessi útnes með fallegri svæðum landsins. Það eru því miður ekki margir ferðamenn sem leggja leið sína þennan tæplega 100 km hring, eftir vegi 745, malarvegi sem hringar Skaga. Icelandic Times / Land & Saga brá undir sig betri fætinum til kynna þennan fallega útkjálka sem allir ættu einhverntíman að heimsækja.

Kvöldstemming í höfninni á Skagaströnd

Eitt fallegasta stuðlaberg á Íslandi er í Kálfshamarsvík

Vitinn á Kálfshamarsvík, byggður árið 1939, þá bjuggu 150 manns í víkinni. Byggðin lagðist í eyði síðan 1947

Ströndin við Kálfshamarsvík

Horft vestur yfir Húnaflóa, Strandafjöllin í bakgrunni. Vindhælisstapi í forgrunni

Tveir vinir… annar í fríi

Dulúðug þoka á Króksbjargi

Bærinn Hafnir, nyrsti og vestasti bærinn á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu. Vegur 745 hlykkjast með sjávarsíðunni umhverfis Skaga

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Skagi 22/08/2023 : A7R IV, A7R III, A7C : FE 2.8/100mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G