Norðursigling festir kaup á seglskipi

Norðursigling festir kaup á seglskipi

Norðursigling á Húsavík hefur fest kaup á danska seglskipinu Donna Wood sem er tvímastra eikarskip frá árinu 1918. Skipið var í áratugi notað sem vitaskip við strendur Danmerkur, en árið 1990 var því breytt í farþegaskip.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Donna Wood er vönduð og vel smíðuð, búin 7 káetum fyrir 12, borðsal fyrir 24 og fyrirmyndaraðstöðu fyrir farþega undir þiljum. Skipið verður hið áttunda í flota Norðursiglingar og fjórða í röð seglskipa, en að auki gerir Norðursigling út fjóra eikarvélbáta í hvalaskoðun.

Donna Wood verður gerð út í ævintýraferðir Norðursiglingar við Ísland, Grænland og víðar en slíkar ferðir eru ört vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins.

Síðastliðið sumar gerði Norðursigling út skúturnar Ópal og Hildi í ævintýraferðir um Scoresbysund í Grænlandi en með tilkomu Donnu Wood verður framboð á Grænlandssiglingum aukið enn frekar og ferðum fjölgað.

 [easymedia-slider-one med=”24210″]