Nýtt og fullkomið varðveisluhús Borgarsögusafns Reykjavíkur

Miðvikudaginn 28. október, klukkan 16:30 verður nýtt og fullkomið varðveisluhús Borgarsögusafns Reykjavíkur í Kistuhyl (við Árbæjarsafn) formlega tekið í notkun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun opna húsið og flytja inn í það fyrsta safngripinn.icelandic times Textilgeymsla

icelandic timess GaskutarHið nýja varðveisluhús er afar merkur og langþráður áfangi fyrir safnastarf í Reykjavík, því það er hið fyrsta í eigu borgarinnar þar sem safngripum eru búin bestu hugsanlegu varðveisluskilyrði. Í húsinu er fullkomið loftræstikerfi sem tryggir jafnt og stöðugt hita- og rakastig. Einnig er í hluta hússins slökkvikerfi þar sem notast er við gas til að slökkva eld, í stað vatns sem skemmt getur viðkvæma safngripi.

Borgarsögusafn Reykjavíkur varðveitir um 32.000 lausa gripi fyrir utan fornleifar, hús og ljósmyndir. Þeir gripir tengjast bæði heimilishaldi og atvinnulífi í höfuðborginni, og eru margir þeirra ómetanlegir og óbætanlegir. Safngripirnir eru mikilvægar sögulegar heimildir, og er góður og vel varðveittur safnkostur sömuleiðis forsenda þess að safnið geti sett upp fróðlegar og áhugaverðar sýningar um sögu Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðbrandur Benediktsson
Safnstjóri
[email protected]
s: 693-6996

Gerður Róbertsdóttir
Verkefnastjóri munavörslu
[email protected]
s: 411-6316