Plús 1000% 

Þessir ferðamenn voru smá efins efst á Njarðargötunni, á leið frá Hallgrímskirkju efst á Skólavörðuholtinu og niður í Norræna húsið í Vatnsmýrinni. 

Ástandið á Íslandi er hægt og bítandi að komast í rétt horf. Það sést meðal annars á tölum um ferðamenn, en í september í ár fóru 969% fleiri erlendir ferðamenn frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll en í sama mánuði í fyrra. Samtals voru þeir 108 þúsund samkvæmt farþegatölum Isavia og Ferðamálastofu. Flestir farþegarnir voru Bandaríkjamenn eða 28% af heildarfjöldanum. Næstir á eftir voru Þjóðverjar, en þeir voru rúmlega helmingi færri eða 13%, Bretar og Frakkar deildu með sér þriðja sætinu, en 6% farþega komu þaðan. Íslendingar á leið til útlanda voru 29 þúsund nú í september, í sama mánuði í fyrra voru þeir einungis 5 þúsund.

Myndatexti : Þessir ferðamenn voru smá efins efst á Njarðargötunni, á leið frá Hallgrímskirkju efst á Skólavörðuholtinu og niður í Norræna húsið í Vatnsmýrinni.

Reykjavík  11/10/2021 14:17 – A7R IV : FE 5.6/200-600 G

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson