Ragnar Kjartansson

Samtal við Ragnar Kjartansson
Fimmtudag 15. júní kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Markús Þór Andrésson sýningarstjóri ræðir við listamanninn Ragnar Kjartansson um feril Ragnars og sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi. Gestum er velkomið að bera fram spurningar.  
Sýningin endurspeglar óð Ragnars til listarinnar í allri sinni dýrð, til tónlistar, leikhúss, kvikmynda, bókmennta og, að sjálfsögðu, myndlistar. Hylling listamannsins birtist í völdum verkum, frá árinu 2004 til dagsins í dag; lifandi gjörningum, stórum myndbandsinnsetningum, ljósmyndum, höggmyndum, málverkum og teikningum.

Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ljósmynd: Hildur Inga Björnsdóttir

Viðburðurinn fer fram í porti Hafnarhússins.