REYNSLUSJÓÐUR OG VEGANESTI

Hugleiðing fyrrverandi forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar

Sum ár hverfa í gleymskuhít fyrri tíðar en önnur lifa áfram í hugum þjóða;verða uppsprettur lærdóms og ályktana, leiðarljós um ókomna tíð. Árið 1918 hefur öðlast merkissess í annálum Íslendinga, bæði vegnaviðburðanna sem það bar í skauti sér og efniviðarins sem það getur lagt tilumræðna sem fylgja munu okkur í framtíðinni.Það sýndi að náttúran hefur enn húsbóndavaldið, að breytingar á loftslaginugeta ógnað lífsskilyrðum jarðarbúa. Þegar hafísinn lokaði ströndum landsins urðu héruðin bjargarlítil oghið sama getur gerst aftur. Hætti Golfstraumurinn að verma strendurÍslands verða frostavetur á hverju ári. Hin mikla þversögn sem fylgt getur hækkandi hitastigi, afleiðingummengunar sem mennirnir skapa, er að hér á norðurslóðum getur staðbundinkólnun orðið afleiðing hnattrænnar hlýnunar.


Hið sögulega Kötlugos var einnig áminning um að þrátt fyrir afl vísindaog tækni er maðurinn máttvana gagnvart öflunum sem búa í iðrumjarðar. Enn er verið að skapa heiminn og við Íslendingar getum notið þess
að vera oft vitni að slíku sjónarspili.
Svo var það hin skæða veiki sem hingað barst frá öðrum löndum og kostaði fjölda manns lífið. Hún sýndi hvernig heilsa og heill þjóða er háðþví hvað aðrir gera; að í raun búum við öll í litlu þorpi þótt höf og meginlönd
myndi fjarlægðirnar.


Árið 1918 færði Íslendingum líka aukinn rétt, mikilvægan áfanga á leið til fulls sjálfstæðis og lýðveldisstofnunarinnar. Þessa braut hafa síðanmargar aðrar þjóðir fetað og nú eru um 200 sjálfstæð ríki í veröldinni. Krafan um fullveldi hefur orðið eitt helsta hreyfiafl heimsmálanna og í þeim efnum er fordæmi Íslendinga einkar áhugavert.Enn vakna spurningar um stöðu þjóða, um fullveldi og samstarf viðaðra, sérstöðu í samtímanum. Líka spurningar um hin ögrandi viðfangsefnisem felast í glímunni við breytingar á loftslaginu, hvernig örlög allraeru samofin.


Árið 1918 heldur því áfram að vera lærdómsríkt; reynslusjóður sem gott er að hafa í veganesti.