Franski spítalinn sem Frakkar byggðu árið 1902 í landi Eyjólfsstaða, rétt vestan við Rauðará í Reykjavík, stendur nú á horni Lindargötu og Frakkastígs, í miðbæ Reykjavíkur. Þegar spítalinn var byggður komu hingað á Íslandsmið á hverri vertíð  200 gólettur með um 4000 sjómenn um borð. Vertíðin til að veiða þorsk var frá því í byrjun febrúar og fram til loka ágúst. Frakkarnir komu fyrst til veiða árið 1825, og þeim lauk að mestu árið 1914 þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Á þessum 89 árum fórust um og yfir 4000 franskir sjómenn við Íslandsstrendur. Spítalin sem rúmaði 20 sjúklinga, og var með starfsemi fram til 1927, hann hafði íslenska lækna, en franskar hjúkrunarkonur. Árið 1935 er spítalanum breytt í gagnfræðaskóla, seinna barnaskóla og síðan 1977 hefur þarna verið til húsa Tónmenntaskóli Reykjavíkur. Húsið var gert upp og fært í upprunalegt horf árið 1988. Tvo aðra spítala byggðu Frakkar á Íslandi, strax á eftir spítalanum í Reykjavík, annan á Fáskrúðsfirði austur á fjörðum, sem nú hýsir frábært hótel og þann þriðja í Heimaey, sá var mun minni, með plássi fyrir níu sjúklinga. Það hús er nú íbúðarhús.

Póstkort af Franskaspítalanum frá 1909, en yfirlæknir frá 1905 og fram að lokun var Matthías Einarsson faðir Louisu Matthíasdóttur (1917-2000)  eins fremsta listmálara Íslands.

Umhverfið er gjörbreytt, frá því spítalinn var byggður árið 1902, eftir hönnun danska arkitektsins Anton Bald

Horn Lindargötu og Frakkastígs, en húsið stendur við Lindargötu, samkvæt húsnúmerinu.

Upplýstir gluggar hússins, kennsla í gangi

 

Reykjavík 12/10/2022 : A7C, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson