Þriðjudagur 14. júlí kl. 19:30-21:00
Magnús Sædal fyrrum byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg mun fræða gesti Viðeyjar um endurbyggingu bæði Viðeyjarstofu og kirkju sem stóð yfir á árunum 1986-1988. Magnús var byggingarstjóri þeirrar endurbyggingar og þekkir sögu húsanna manna best.
Hann mun fara yfir sögu húsanna en einnig fjalla um klaustrið sem áður stóð í Viðey og afdrif þess í siðaskiptunum. Þá fáum við að heyra um Skúla Magnússon og byggingu Viðeyjarstofu og kirkjunnar og í leiðinni segir hann okkur frá þeim sem bjuggu Viðeyjarstofu eftir tíð Skúla. Auk þess ætlar hann að segja okkur frá gömlu steinhúsunum á Íslandi. Við munum fylgja Magnúsi í vettvangsskoðun um húsin og fáum tækifæri til þess að spyrja hann spjörunum úr.
Endurbygging húsanna var flókið verk. Magnús er byggingartæknifræðingur frá TÍ 1973, er jafnframt húsasmíðameistari. Hann starfaði fyrir Reykjavíkurborg frá 1974-2012, lengst af sem byggingarfulltrúi og getur því fjallað um þessa áhugaverðu endurbyggingu á bæði faglegan og áhugaverðan hátt. Flóknu verki sem þessu fylgja margar skemmtilegar sögur endar lumar Magnús á ófáum slíkum.
Í sumar eru aukaferðir á þriðjudagskvöldum til Viðeyjar frá Skarfabakka kl. 18:15 og 19:15. Kaffihúsið í Viðeyjarstofu er opið þessi kvöld og upplagt að njóta kvöldverðar í Viðey áður en leiðsögn byrjar.
Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og stendur til 21.00 þegar siglt verður heim.
Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.100 kr. fyrir fullorðna og 550 kr. fyrir börn 7–15 ára í fylgd fullorð-inna. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.
Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og í Viðeyjarstofu og handhafar Gestakorts Reykjavíkur fá fría siglingu.
Árbæjarsafn opið í allt sumar frá 10-17.
Kistuhyl
110 Reykjavík
Sími: (+354) 411 6300
[email protected]